Flutningar IFS gerir ráð fyrir að EBITDA Eimskips muni vaxa á milli ára.
Flutningar IFS gerir ráð fyrir að EBITDA Eimskips muni vaxa á milli ára.
IFS greining ráðleggur fjárfestum að kaupa í Eimskip í nýju verðmati sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Í fyrra mati fyrirtækisins ráðlagði IFS fjárfestum að halda í bréf flutningafélagsins.

IFS greining ráðleggur fjárfestum að kaupa í Eimskip í nýju verðmati sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Í fyrra mati fyrirtækisins ráðlagði IFS fjárfestum að halda í bréf flutningafélagsins. Samkvæmt verðmatinu eru bréfin metin á 360,7 krónur á hlut, sem var 13% hærra en þegar verðmatið var birt og um 10% hærra en gengi Eimskips við lokun markaða í gær.

Samkvæmt verðmatinu eru horfur félagsins fyrir árið 2017 góðar og er þess vænst að flutningar til og frá landinu haldi áfram að aukast. Að því sögðu mun fyrsti ársfjórðungur bera þess glöggt merki að sjómenn hafi farið í verkfall, sem hafði í för með sér minni flutninga.

Þrátt fyrir að IFS telji að Eimskip sé vanmetið á markaði um þessar mundir, byggt á því að núvirða sjóðstreymi, er varpað ljósi á að samkvæmt kennitölugreiningu sé Eimskip metið hærra á markaði en keppinautar erlendis. En IFS gerir ráð fyrir að EBITDA-hagnaður Eimskips muni vaxa vel á milli ára á meðan alþjóðlega sé talið að EBITDA í flutningum muni dragast saman. helgivifill@mbl.is