Dúkkur Sýningin Dúkkurnar frá Japan í Gerðubergi stendur til 7. maí.
Dúkkur Sýningin Dúkkurnar frá Japan í Gerðubergi stendur til 7. maí.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Allt sem segja þarf er yfirskrift Bókakaffis kl. 20 - 22 í kvöld, miðvikudag 22. mars, í Borgarbókasafninu Gerðubergi.

Allt sem segja þarf er yfirskrift Bókakaffis kl. 20 - 22 í kvöld, miðvikudag 22. mars, í Borgarbókasafninu Gerðubergi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, skáld og ritstjóri, og Óskar Árni Óskarsson, ljóðskáld og ljóðaþýðandi, ræða um japanska ljóðlist á íslenskri tungu og íslenska ljóðlist með japönsku bragði; um hækur, tönkur og eldingar sem lýsa upp veraldir.

Hefðbundin japönsk ljóðaform má rekja langt aftur í aldir. Hækan er eitt knappasta ljóðform sem þekkist, sautján atkvæði í þremur ljóðlínum. Þessi örfáu orð búa þó yfir miklum krafti í meðförum snjallra skálda; þau fanga í net sitt einfaldar, en að sama skapi djúpar náttúrumyndir. Hækan hefur stundum verið kölluð ljóð án orða, og er þá átt við að bak við einfaldar myndir ljóðsins leynist annað ljóð – sem lesanda sé falið að yrkja. „Japanska hækan er náttúruljóð, andartaksmynd, snöggrissuð, oft eins og dropi sem gárar vatnsflöt, en líka eins og elding sem lýsir upp veraldir,“ segir í inngangi Óskars Árna að þýðingum hans á ljóðum meistarans Matsuo Bashô.

Guðmundur Andri sendi nýlega frá sér hækusafnið Hæg breytileg átt.