Sigríður Benediktsdóttir
Sigríður Benediktsdóttir
Sigríður Benediktsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, mun taka sæti í bankaráði Landsbankans á aðalfundi sem haldinn verður í Hörpu síðdegis í dag.

Sigríður Benediktsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, mun taka sæti í bankaráði Landsbankans á aðalfundi sem haldinn verður í Hörpu síðdegis í dag. Þetta kemur fram á vef bankans þar sem fram koma tilnefningar sjö aðalmanna og tveggja varamanna til bankaráðs.

Sigríður kemur ein ný inn sem aðalmaður en fyrir eru sex bankaráðsmenn, þau Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðsins, Magnús Pétursson varaformaður, Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson og Jón Guðmann Pétursson.

Þá verður einnig bætt við nýjum varamanni , Ástu Dís Óladóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar og nú lektor við Háskóla Íslands. Fyrir er varamaður í bankaráð Landsbankans Samúel Guðmundsson.