Skógarmítill er áttfætla og blóðsuga á spendýrum og fuglum. Hann heldur sig í gróðri, einkum skógarbotnum. Skógarmítlum hefur fjölgað í Evrópu. Útbreiðslusvæði þeirra hefur stækkað til norðurs og þeir finnast í meiri hæð yfir sjó en áður.

Skógarmítill er áttfætla og blóðsuga á spendýrum og fuglum. Hann heldur sig í gróðri, einkum skógarbotnum. Skógarmítlum hefur fjölgað í Evrópu. Útbreiðslusvæði þeirra hefur stækkað til norðurs og þeir finnast í meiri hæð yfir sjó en áður.

Dreifingu skógarmítla fylgir ógn. Þeir geta borið með sér ýmsa sýkla, til dæmis Borreliu burgdorferii, sem veldur Lyme-sjúkdómi, og veiru sem getur valdið mítilborinni heilabólgu.

Lundalús, eða lundamítill, og skógarmítill eru af sömu ætt. Lífsferill lundamítils er að mestu bundinn við sjófugla en hýslar skógarmítla eru bæði spendýr og fuglar.