Íslensku varðskipin hafa ekki tekið olíu á Íslandi síðan 1. nóvember 2015. Fjórum sinnum var fyllt á olíutanka þeirra í Færeyjum í fyrra og einu sinni það sem af er þessu ári. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Sigríðar Á.

Íslensku varðskipin hafa ekki tekið olíu á Íslandi síðan 1. nóvember 2015. Fjórum sinnum var fyllt á olíutanka þeirra í Færeyjum í fyrra og einu sinni það sem af er þessu ári. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Gunnari I. Guðmundssyni, varaþingmanni Pírata, um úthaldsdaga Landhelgisgæslunnar.

Landhelgisgæslan setti olíu á varðskipin í 32 skipti frá 1. janúar 2013 til 24. febrúar 2017. Hluti olíu sem keypt var í útlöndum var vegna erlendra verkefna. Oftast var olía keypt í Færeyjum eða í 14 skipti á fyrrgreindu tímabili. Eldsneyti á skipin var auk þess keypt sjö sinnum á Möltu, fjórum sinnum á Spáni, þrisvar á Ítalíu og fjórum sinnum á Íslandi á árunum 2014 og 2015, tvisvar á hvoru ári. 4