Hæstiréttur Fallist var á framsalskröfu.
Hæstiréttur Fallist var á framsalskröfu.
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð innanríkisráðherra og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að fallast beri á framsalskröfu pólskra yfirvalda vegna Pólverja, sem grunaður er um að hafa framið rán í Póllandi fyrir 14 árum.

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð innanríkisráðherra og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að fallast beri á framsalskröfu pólskra yfirvalda vegna Pólverja, sem grunaður er um að hafa framið rán í Póllandi fyrir 14 árum.

Maðurinn, sem hefur dvalið hér á landi frá árinu 2007, er sakaður um að hafa í desember árið 2003 verið þátttakandi í skipulögðum glæpasamtökum. Hann hafi framið vopnað rán með því að dulbúa sig sem lögreglumann og stöðva flutningabifreið, beita bílstjórann ofbeldi, hóta honum, binda hann á höndum og fyrir augu hans með límbandi og aka svo á brott í hinni stolnu bifreið með þann varning sem í henni var. Verðmæti bílsins og varningsins voru á gengi dagsins í dag talin rúmlega 5,2 milljónir króna.

Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa komið hingað til lands til að vinna en ekki til að leynast fyrir pólskum yfirvöldum. Skilyrði fyrir framsali voru hins vegar talin fyrir hendi.