— Morgunblaðið/Golli
Gleðin var við völd á samkomu sem haldin var í veislusal Þróttar í Reykjavík í gær þegar Downs-félagið fagnaði þar alþjóðlega Downs-deginum. Allt frá því árið 2011 hefur verið haldið upp á daginn, 21.

Gleðin var við völd á samkomu sem haldin var í veislusal Þróttar í Reykjavík í gær þegar Downs-félagið fagnaði þar alþjóðlega Downs-deginum. Allt frá því árið 2011 hefur verið haldið upp á daginn, 21. mars, en þá lýstu Sameinuðu þjóðirnar því formlega yfir að sá dagur væri alþjóðadagur Downs-heilkennis. Markmiðið er að auka vitund og minnka aðgreiningu og dagsetningin vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litningi í litningi 21, þ.e. 3 eintök eru af litningi 21, sem þannig myndar dagsetninguna 21.3. 18