[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Bastian Schweinsteiger , fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Manchester United til síðustu tveggja ára, er búinn að semja við bandaríska liðið Chicago Fire.

* Bastian Schweinsteiger , fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Manchester United til síðustu tveggja ára, er búinn að semja við bandaríska liðið Chicago Fire. Schweinsteiger er 32 ára gamall og hefur verið úti í kuldanum hjá José Mourinho en hann kom til liðsins frá Bayern München árið 2015. Hann hefur aðeins spilað 18 leiki með Manchester-liðinu. Að sögn Chicago Tribune hefur Schweinsteiger skrifað undir eins árs samning sem tryggir honum 4,5 milljónir dollara í laun, jafngildi 488 milljóna króna, og verður hann einn launahæsti leikmaðurinn í bandarísku MLS-deildinni.

* Cristiano Ronaldo hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Portúgal og er þetta í áttunda sinn sem hann hlýtur þessa viðurkenningu. Ronaldo leiddi Portúgala til sigurs á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra og varð Evrópumeistari með Real Madrid eftir sigur á Atlético Madrid í úrslitaleik. Ronaldo hafði betur í baráttunni við varnarmanninn Pepe og markvörðinn Rui Patricio .

*Knattspyrnumaðurinn Davíð Þór Ásbjörnsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Fylkismenn en hann kemur til Árbæjarliðsins frá Þrótti Reykjavík. Davíð er uppalinn Fylkismaður en hefur síðustu tvö árin leikið með Þrótti. Hann kom við sögu í sjö leikjum með Þrótti í Pepsi-deildinni í fyrra en hann hefur spilað 69 leiki með Fylki í efstu deild og hefur í þeim skorað 5 mörk.

* Lukas Podolski mun bera fyrirliðabandið hjá heimsmeisturum Þjóðverja í kveðjuleik sínu með landsliðinu gegn Englendingum á Wembley í kvöld en þjóðirnar mætast þar í vináttulandsleik. Podolski, sem er 31 árs gamall, leikur sinn 130. landsleik en hann lék sinn fyrsta leik með þýska landsliðinu árið 2004. Aðeins Lothar Matthäus (150) og Miroslav Klose (137) eiga fleiri landsleiki að baki fyrir Þjóðverja. Podolski er þriðji markahæstur með 48 mörk en Klose gerði 71 mark og Gerd Müller 68.