Salsa Hjá Salsa Iceland kemur fólk saman einu sinni í viku og dansar saman.
Salsa Hjá Salsa Iceland kemur fólk saman einu sinni í viku og dansar saman. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Markmið Salsa Iceland, sem stofnað var árið 2003, er að allir geti komið og dansað, án þess að hafa grunn í dansi eða dansfélaga. Í kvöld miðvikudag 22. mars klukkan 20.30 - 23.30, mun dansinn duna í Iðnó, en þá er byrjendum boðið í ókeypis prufutíma.

Markmið Salsa Iceland, sem stofnað var árið 2003, er að allir geti komið og dansað, án þess að hafa grunn í dansi eða dansfélaga. Í kvöld miðvikudag 22. mars klukkan 20.30 - 23.30, mun dansinn duna í Iðnó, en þá er byrjendum boðið í ókeypis prufutíma. Allir sem eru áhugasamir um dans eru hvattir til að líta inn og taka nokkur létt spor eða einfaldlega að horfa á aðra dansa og spjalla við gesti og gangandi. Þeir þurfa ekki að koma með dansfélaga frekar en þeir vilja og engrar dansreynslu er krafist.

Í salsasamfélaginu er hefð fyrir að allir dansi við alla og því eru byrjendur sem aðrir hvattir til að skilja feimnina eftir heima og bjóða upp í dans. Salsakvöldin eru enda rómuð fyrir afslappað og þægilegt andrúmsloft.

Aðgangseyrir er rukkaður frá kl. 20, en byrjendur í prufutímanum fá kvöldið og kennsluna ókeypis. Stakt skipti kostar 500 kr. og er tekið er við reiðufé við innganginn. Nánari upplýsingar um greiðslutilhögun o.fl.: www.facebook.com/Frír prufutími á danskvöldi SI í Iðnó