Markadrottning Hanna er langmarkahæst í Olís-deildinni.
Markadrottning Hanna er langmarkahæst í Olís-deildinni. — Morgunblaðið/Golli
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, landsliðskona í handbolta og markadrottning Olís-deildarinnar, sleit krossband í hné í leik gegn Hollandi á föstudag. Hún verður því frá keppni næstu 8-12 mánuði.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, landsliðskona í handbolta og markadrottning Olís-deildarinnar, sleit krossband í hné í leik gegn Hollandi á föstudag. Hún verður því frá keppni næstu 8-12 mánuði. Hanna stefndi á atvinnumennsku í sumar en þarf að fresta þeirri áætlun.

„Það var svona hugmyndin [að fara út í sumar] og ég var farin að skoða það, en það verður bara að bíða betri tíma, vonandi,“ sagði Hanna við mbl.is í gær.

Selfyssingar verða án Hönnu í baráttu sinni fyrir áframhaldandi veru í Olís-deildinni og munar um minna, enda Hanna markadrottning síðustu tveggja ára.

„Ég hef fulla trú á þeim. Það kemur maður í manns stað og vonandi sýna þær hvað í þeim býr, eins og þær hafa oft gert,“ sagði Hanna. Viðtalið í heild má sjá á mbl.is/sport.