Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum.

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum. Í breytingunum felst að heimilt verði fyrir ráðherra og sveitarstjórnir að setja reglur um og innheimta gjald fyrir notkun bílastæða og þjónustu sem henni tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu utan kaupstaða og kauptúna.

Tilefni frumvarpsins er mikil fjölgun ferðamanna á undanförnum árum og mikilvægi þess að huga að aðstöðu við ferðamannastaði, bílastæðum og þjónustu sem henni tengist. Gjaldtakan á að standa straum af kostnaði við slíka uppbyggingu og þjónustu.