Viðskiptablaðið skrifar: Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Management Group niður í ruslflokk.“ Þá segir: Och-Ziff er einn af nýjum eigendum Arion banka, en Sculptor Investments s.a.r.l.

Viðskiptablaðið skrifar:

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Management Group niður í ruslflokk.“

Þá segir: Och-Ziff er einn af nýjum eigendum Arion banka, en Sculptor Investments s.a.r.l., sem er félag tengt Och-Ziff Capital Management Group, á 6,6% í bankanum eftir lokað útboð á bankanum.

Í frétt MarketWatch kemur fram að S&P hefur fært lánshæfiseinkunn sjóðsins úr BB+ niður í BB flokk, og að framtíðarhorfur sjóðsins séu neikvæðar, vegna þess að rekstur sjóðsins hafi versnað á síðustu misserum.

Á hálfu ári hefur gengi hlutabréfa Och-Ziff lækkað úr 4,49 dollurum niður í 2,56 dollara á hlut. Í tilkynningu frá Arion banka vegna sölunnar á bankanum kemur eftirfarandi fram um sjóðinn: „Och-Ziff Capital Management Group er eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði sérhæfðrar eignastýringar og er virði eigna í stýringu þess um 34 milljarðar dollara. Aðalstöðvar Och-Ziff eru í New York en fyrirtækið er einnig með skrifstofur í London, Hong Kong, Mumbai, Beijing, Shanghai og Houston. Meðal fjárfesta Och-Ziff eru lífeyrissjóðir, sjóðasjóðir, stofnanir og styrktarsjóðir, fyrirtæki og aðrar stofnanir, einkabankar og fjársterkir einstaklingar.“

Þarna er hvergi minnst á Lúxemborg eða Cayman-eyjar. Af hverju ekki?