Í matsskýrslu kemur fram að rannsóknir sýni að laxaseiði dvelji að meðaltali 54 klst. á ósasvæðinu. Virðist það vera aðlögunartími að breyttu umhverfi, þ.e. saltvatni.

Í matsskýrslu kemur fram að rannsóknir sýni að laxaseiði dvelji að meðaltali 54 klst. á ósasvæðinu. Virðist það vera aðlögunartími að breyttu umhverfi, þ.e. saltvatni. Eftir að seiðin hafi farið af stað frá ósasvæðinu gangi þau nokkuð rakleitt til hafs og taki ferðin út fyrir Viðey 21 klst. að meðaltali.

Fullorðnir laxar sem sleppt var við Gróttu og Kjalarnes voru 9 sólarhringa að koma til baka inn á ósasvæðið og dvöldu þar um 8 sólarhringa áður en þeir gengu upp í Elliðaár. Af því megi ráða að fiskar staldri við á ósasvæðinu bæði þegar þeir eru að ganga frá ferskvatni til sjávar og öfugt. Þeir séu viðkvæmir á þessu stigi vegna mikilla breytinga á líkama þeirra.