„Þessar takmarkanir voru settar á eftir mat á nýjum upplýsingum.

„Þessar takmarkanir voru settar á eftir mat á nýjum upplýsingum. Við teljum þetta vera hið rétta í stöðunni og um leið rétta staði til þess að setja þetta bann á til að tryggja öryggi farþega,“ hefur fréttaveita AFP eftir háttsettum talsmanni innan bandarísku stjórnsýslunnar.

Vísar hann til þess að Bandaríkin vara nú við hugsanlegri ógn sem stafar af hálfu hryðjuverkamanna sem sprengja vilja í loft upp farþegaþotur með raftækjum á borð við far- og spjaldtölvur. Eru þeir sagðir stefna á að nýta sér tíu flugvelli í Tyrklandi, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.

Hefur því níu flugfélögum frá átta ríkjum verið gert að banna farþegum sínum að nota raftæki stærri en snjallsíma um borð í vélum á leið til Bandaríkjanna.