Michelle O'Neill
Michelle O'Neill
Afsögn McGuinness í janúar síðastliðnum kom meðal annars til vegna hneykslismáls, sem skók DUP, þáverandi samstarfsflokks Sinn Féin. Kosningum til norðurírska þingsins var flýtt vegna afsagnarinnar og fóru þær fram 2. mars síðastliðinn.

Afsögn McGuinness í janúar síðastliðnum kom meðal annars til vegna hneykslismáls, sem skók DUP, þáverandi samstarfsflokks Sinn Féin. Kosningum til norðurírska þingsins var flýtt vegna afsagnarinnar og fóru þær fram 2. mars síðastliðinn.

Flokkarnir hafa þrjár vikur eftir kosningar til þess að mynda heimastjórn, en sá frestur rennur út næstkomandi laugardag. Takist ekki að mynda stjórn fyrir þann tíma hafa bresk stjórnvöld heimild til þess að leysa upp þingið og taka aftur yfir stjórn Norður-Írlands.

Michelle O'Neill, leiðtogi Sinn Féin í Norður-Írlandi, segir hins vegar að Bretar standi í veginum fyrir því að ný stjórn verði mynduð.