Í Taílandi Lárey við Emerald-vatn á eyjunni Ko Mae Ko.
Í Taílandi Lárey við Emerald-vatn á eyjunni Ko Mae Ko.
Siglfirðingurinn Lárey Valbjörnsdóttir fagnar 40 ára afmæli sínu í dag, en hún býr í Úlfarsárdal í Reykjavík og kennir þar í Dalskóla. Dalskóli er hvort tveggja leikskóli og grunnskóli, en Lárey er einmitt bæði leikskólakennari og grunnskólakennari.

Siglfirðingurinn Lárey Valbjörnsdóttir fagnar 40 ára afmæli sínu í dag, en hún býr í Úlfarsárdal í Reykjavík og kennir þar í Dalskóla. Dalskóli er hvort tveggja leikskóli og grunnskóli, en Lárey er einmitt bæði leikskólakennari og grunnskólakennari.

Hún hóf störf í Dalskóla í janúar 2011 í leikskólanum, sem deildarstjóri og síðar sem sérkennslustjóri þar til í vetur þegar hún fór að vinna sem sérkennari í grunnskólahlutanum.

„Ég er að kenna á yngsta stigi, aðallega í 1. til 3. bekk, og er að styðja við börn sem eru með ýmiss konar sérþarfir eins og einhverfu og ADHD og bara þar sem mín er þörf.“

Áhugamál Láreyjar eru að vera með fjölskyldunni, útivist, ferðalög og svo stundar hún jóga. „Ég gaf mér í afmælisgjöf að fara í jógaferð til Taílands í janúar. Ég fór með jógastöð sem heitir Sólir og það var 25 manna hópur sem fór í þessa ferð. Þetta var alveg geggjuð upplifun og ég mæli með svona ferð hvort sem maður er nýbyrjaður að stunda jóga eða kominn með bakgrunn. Það skiptir ekki máli hvar maður er staddur.“

Í tilefni afmælisins ætlar Lárey að bjóða fjölskyldunni í mat í kvöld.

Eiginmaður Láreyjar er Baldur Þórir Baldursson bifvélavirki en hann á verkstæði sem heitir Technik. Börn þeirra eru Birgitta Ósk 18 ára, Viktor Máni 12 ára og Ingdís Una 8 ára.