Framhald verður á átaki stjórnvalda til að stytta biðlista eftir völdum aðgerðum.

Framhald verður á átaki stjórnvalda til að stytta biðlista eftir völdum aðgerðum. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um að framkvæma valdar aðgerðir.

Um 840 milljónir af fjárlögum þessa árs eru til ráðstöfunar en þetta er annað árið af þremur sem átakið nær til. Þær aðgerðir sem um ræðir eru liðskiptaaðgerðir, hjartaþræðingar og augasteinsaðgerðir líkt og í fyrra en í ár er bætt við völdum kvensjúkdómaaðgerðum. Við valið á aðgerðum var byggt á ráðgjöf landlæknis.