Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason hafnaði í 28. sæti í síðasta móti tímabilsins í Norður-Ameríku-álfubikarnum í alpagreinum sem fram fór í Mont Ste-Marie í Kanada. Keppt var í svigi og voru 100 keppendur skráðir til leiks.

Sturla Snær Snorrason hafnaði í 28. sæti í síðasta móti tímabilsins í Norður-Ameríku-álfubikarnum í alpagreinum sem fram fór í Mont Ste-Marie í Kanada. Keppt var í svigi og voru 100 keppendur skráðir til leiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Sturla hafnar á meðal 30 efstu í álfukeppni.

Sextíu keppendur komust áfram í seinni ferðina og gerði Sturla því gott betur en það. Hann fékk fyrir vikið 42,16 FIS-punkta.

Þá keppti Freydís Halla Einarsdóttir á tveimur stórsvigsmótum sem einnig voru hluti af álfubikarnum. Hún hafnaði í 48. sæti fyrri keppnisdaginn og í 44. sæti þann seinni. yrkill@mbl.is