Uppreisnarhópar undir forystu íslömsku hreyfingarinnar Ahrar al-Sham hófu í gær nýja sókn inn í austurhluta Damaskus, höfuðborgar Sýrlands. Var sókn vígamanna brotin á bak aftur sl. mánudag þegar sýrlenski stjórnarherinn veitti þeim harða mótspyrnu,...

Uppreisnarhópar undir forystu íslömsku hreyfingarinnar Ahrar al-Sham hófu í gær nýja sókn inn í austurhluta Damaskus, höfuðborgar Sýrlands. Var sókn vígamanna brotin á bak aftur sl. mánudag þegar sýrlenski stjórnarherinn veitti þeim harða mótspyrnu, m.a. með loftárásum.

Fréttamaður AFP , sem staddur er í borgarhlutanum, segir árás uppreisnarmanna hafa hafist í dögun með mikilli sprengingu og skotbardögum. Stjórnarherinn svaraði í sömu mynt og beitti m.a. stórskotaliðssveitum og orrustuþotum.

„Það var gríðarleg sprenging í dögun, sennilega var þetta bílsprengja sem uppreisnarmenn beittu gegn stjórnarhermönnum sem staddir voru mitt á milli hverfanna Jobar og Qabun,“ hefur AFP eftir Rami Abdel Rahman, sem fer fyrir mannréttindasamtökum.

Ríkisfréttastofa Sýrlands ( SANA ) segir 12 hafa særst í árás uppreisnarmanna. „Sýrlenski herinn reynir nú að koma í veg fyrir sóknina norður af Jobar og vinnur nú að því að umkringja þá,“ hefur fréttaveita AFP eftir fréttamanni SANA . khj@mbl.is