Melodia, kammerkór Áskirkju, heldur tónleika neðanjarðar, í bílastæðahúsinu við Laugaveg 94 á hæð -3, í kvöld kl. 21. Tónleikarnir bera yfirskriftina Eldur geisar undir og á efnisskránni verða verk fjögurra samtímatónskálda, m.a.
Melodia, kammerkór Áskirkju, heldur tónleika neðanjarðar, í bílastæðahúsinu við Laugaveg 94 á hæð -3, í kvöld kl. 21. Tónleikarnir bera yfirskriftina Eldur geisar undir og á efnisskránni verða verk fjögurra samtímatónskálda, m.a. tónskáldsins Veljo Tormis sem lést í janúar sl. Á tónleikunum fetar kórinn nýjar slóðir í samstarfi við Unnar Geir Unnarsson sviðshöfund og skapar stemningu í þessu óvenjulega rými, bæði með lýsingu og sviðshreyfingum. Einsöngvarar verða Bragi Bergþórsson tenór og Bragi Jónsson bassi ásamt einsöngvurum úr hópi kórmeðlima. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.