Einar Þorvarðarson
Einar Þorvarðarson
Breytingar verða gerðar á skrifstofu handknattleikssambandsins hinn 1. maí næstkomandi og mun Einar Þorvarðarson láta af störfum sem framkvæmdastjóri en hann hefur gegnt starfinu frá því um aldamótin.

Breytingar verða gerðar á skrifstofu handknattleikssambandsins hinn 1. maí næstkomandi og mun Einar Þorvarðarson láta af störfum sem framkvæmdastjóri en hann hefur gegnt starfinu frá því um aldamótin. Einar er þó ekki á förum frá HSÍ heldur verður hann afreksstjóri sambandsins en um er að ræða nýtt starf.

Fyrir liggur hver verður eftirmaður Einars sem framkvæmdastjóri en það er núverandi mótastjóri HSÍ, Róbert Geir Gíslason. Róbert hefur unnið á skrifstofu HSÍ í meira en áratug og er þar öllum hnútum kunnugur.

Frá þessu var greint í fréttatilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í gærkvöldi en ekki liggur fyrir hver verður mótastjóri HSÍ.

Þar er haft eftir Guðmundi B. Ólafssyni formanni að með þessum breytingum sé lögð aukin áhersla á fræðslu- og afreksstarf sambandsins auk þess sem almenn umsýsla verði þéttari. kris@mbl.is