[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Förðunarmeistarinn Þóra Matthíasdóttir farðaði Huldu Vigdísardóttur frá DÓTTIR management fyrir Brúðkaupsblaðið með YSL-snyrtivörum. Marta María | martamaria@mbl.is

Brúðir eru eins misjafnar og þær eru margar og engin ein regla fyrir „dress code“ og förðun á stóra deginum. Við sjáum líka oft afslappaðra og meira „casual look“ hjá þeim sem ekki gifta sig í kirkju með fjöldann allan af gestum. Við erum að sjá fleiri og fleiri brúðir fara út fyrir rammann og meira um aðra liti en hefðbundna hvíta kjólinn. Rautt, bleikt og jafnvel svart hefur verið áberandi upp á síðkastið. Það sama á við um um förðun og hár. Þegar hvíti kjóllinn verður ekki fyrir valinu kemst brúðurin oft upp með að hafa ekki eins bjarta og sterka liti í förðuninni,“ segir Þóra Matthíasdóttir.

Undirfarðinn skiptir öllu máli!

Touche Éclat Blur Primer jafnar áferð húðar, gefur ljóma og heldur farðanum betur yfir daginn.

Touche Éclat Cushion-farðinn er svo fullkominn yfir. Léttur farði sem þekur vel og gefur húðinni bjarta og ljómandi áferð allan daginn.

Couture Eye Primer-augnskuggagrunnur nr. 1 er fallegur í vatnslínu til að stækka og birta yfir augnsvæðinu. Hann sér einnig til þess að augnförðunin haldist óhreyfð næstu 16 tímana.

Vorlitirnir henta yfirleitt vel fyrir brúðarförðun!

Oftar en ekki eru þeir mildir og bjartir og grípa birtuna sem fylgir sumarbrúðkaupum vel. Þá er gott að byrja á því að ramma augun inn með blýanti í glóbuslínu og undir neðri augnhár og dreifa vel úr áður en við berum skuggana á. Veljum dekkri litina yfir blýantinn og skiljum eftir meginpartinn af augnlokinu fyrir ljósari lit.

Að setja svo hvítan blýant í innri augnkrók undir ljósan augnskugga gerir augun enn bjartari.

Fíngerður blautur eyeliner og maskarinn eru svo lokaskrefið í átt að fullkomna augun.

Gott er að hafa í huga að maskarinn sé vatnsheldur á svona dögum.

Mascara Volume Effet Faux Cils-maskarinn þykkir og lengir á við gerviaugnhár, gefur næringu og mikinn lit.

Kinnar og varir í sömu litatónum.

Babydoll Kiss & Blush-vara- og kinnalitirnir eru fullkomnir í svona verkefni. Þeir eru silkimjúkir og auðvelt er að vinna þá og dreifa úr þeim á kinnarnar.

Á varirnar gefa þeir góða þekju og ekki of mikinn glans. Til að fá bjartari miðju í varirnar getur verið fallegt að setja gloss yfir miðju varanna.

Síðast en ekki síst er það ljómi og highlighter!

Touche Eclat-gullpenninn sem allir þekkja og er algjört „must“ að hafa í veskinu yfir daginn. Hann lýsir upp svæðið undir augunum og afmáir þreytumerki og dökka skugga.

Touche Éclat Glow Shot er nýjasta varan í línunni og algjörlega frábær í förðun eins og þessa. Kremkennd formúlan aðlagast húðinni fullkomlega og fyllir húðina enn meiri ljóma. Við leggjum áherslu á svæðið fyrir ofan kinnbein og á augnbein undir augabrúnum til að beina ljósinu og draga fram þessi svæði í andlitinu.

Höf.: Huldu Vigdísardóttur