Reykur Er mengun frá veksmiðjunni?
Reykur Er mengun frá veksmiðjunni? — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Óvissa er um áreiðanleika arsenmælinga í Helguvík.Vísbendingar eru um að styrkur arsens sé lægri en fram hefur komið. Í yfirlýsingu frá Orkurannsóknum ehf.

Óvissa er um áreiðanleika arsenmælinga í Helguvík.Vísbendingar eru um að styrkur arsens sé lægri en fram hefur komið. Í yfirlýsingu frá Orkurannsóknum ehf. sem annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík segir að fyrri mælingar sem birtar hafa verið um innihald þungmálma og PAH-efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðjuna séu úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu.

„Nú bíðum við eftir niðurstöðu frá rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð en niðurstöðu er að vænta á næstunni,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.

„Okkur er sagt að styrkur arsens í nágrenni kísilverksmiðjunnar í Helguvík sé langt undir þeim mörkum sem talin eru valda bráðum, alvarlegum, heilsuspillandi áhrifum en engu að síður hefur borist fjöldinn allur af kvörtunum vegna veikinda.“ 6