Heppinn Kiefer Sutherland verður „óvænt“ forseti.
Heppinn Kiefer Sutherland verður „óvænt“ forseti.
Ég var að gramsa um í „Netflixinu“ mínu þegar ég rak augun í forvitnilegan þátt með honum góðvini mínum Jack Bauer (Kiefer Sutherland) í aðalhlutverki, sem hét „Designated Survivor“.

Ég var að gramsa um í „Netflixinu“ mínu þegar ég rak augun í forvitnilegan þátt með honum góðvini mínum Jack Bauer (Kiefer Sutherland) í aðalhlutverki, sem hét „Designated Survivor“.

Reyndar var Jack Bauer ekki Jack Bauer, heldur Tom Kirkman, ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Forsetinn er reyndar kominn með smá leið á Kirkman og vill reka hann, en áður en það gerist þarf að flytja stefnuræðu forsetans fyrir framan Bandaríkjaþing. Venjan er sú að einn maður í „erfðaröðinni“ að forsetaembættinu sé útvalinn til þess að vera fjarri, ef ske kynni að eitthvað kæmi upp á þarna þegar allir þræðir bandarísks ríkisvalds koma saman. Ef...

Fimm mínútum inn í fyrsta þáttinn og einu hryðjuverki síðar er Kirkman orðinn að forseta Bandaríkjanna og þarf að Jack Bauera sig í gegnum alls kyns krísur og voðinn er alltaf á næsta leiti. Kirkman hefur þó aðeins aðra nálgun á pyndingar en Bauer, og er batnandi Bauerum víst best að lifa.

„Designated Survivor“-þættirnir eru í senn alveg hræðilega hallærislegir og ótrúlega spennandi. Ég bíð því spenntur eftir næsta þætti. sgs@mbl.is

Stefán Gunnar Sveinsson

Höf.: Stefán Gunnar Sveinsson