Gunnar Óli Gústafsson
Gunnar Óli Gústafsson
Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekki dæmt leik síðan fyrir áramót. Hann sagði við Morgunblaðið í gær að ekki væri útlit fyrir að hann mætti á völlinn með flautuna á þessu keppnistímabili.

Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekki dæmt leik síðan fyrir áramót. Hann sagði við Morgunblaðið í gær að ekki væri útlit fyrir að hann mætti á völlinn með flautuna á þessu keppnistímabili.

Ástæðan fyrir fjarveru Gunnars er iðrabólga, sem er tegund magakveisu, og hefur gengið einstaklega illa að ráða niðurlögum hennar, að sögn Gunnars sem hefur verið mikið fjarverandi vinnu af þessum sökum.

Gunnar sagði að eins og staðan væri í dag þá væri hann undir í rannsóknum og undir eftirliti lækna sem vænta þess að vinna bug veikindunum fyrr en síðar.

Ekki er nema tæplega hálft annað ár liðið síðan Gunnar Óli var vikum saman frá keppni eftir að hafa fengið bolta óvænt af miklum krafti í höfuðið þar sem hann var að dæma kappleik.

Meðan Gunnar Óli er úr leik vegna veikinda dæmir félagi hans, Bjarki Bóasson með hinum og þessum dómurum. iben@mbl.is