Hattar, grímur og sólgleraugu mælast eflaust vel fyrir hjá smáfólkinu.
Hattar, grímur og sólgleraugu mælast eflaust vel fyrir hjá smáfólkinu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Smáfólk á gjarnan erfitt með að sitja kyrrt í lengri tíma, og þá sér í lagi undir löngum ræðuhöldum og öðru sem því þykir jafnan lítt spennandi.

Smáfólk á gjarnan erfitt með að sitja kyrrt í lengri tíma, og þá sér í lagi undir löngum ræðuhöldum og öðru sem því þykir jafnan lítt spennandi. Þess vegna er gott að vera búin að hugsa fyrir svolítilli dægradvöl fyrir krílin, svo að ólætin verði sem minnst í veislunni.

Ef pláss leyfir er sniðugt að innrétta svolítið krakkahorn, þar sem hinir ungu gestir geta skemmt sér saman. Þar geta til dæmis verið pappír og litir og önnur leikföng, en gaman getur verið að biðja börnin að útbúa fallega mynd fyrir brúðhjónin. Best er að velja liti sem má auðveldlega ná úr fatnaði, og halda sig frá blautri málningu, enda eiga litlir fingur það til að klína óhreinindum á ólíklegustu staði.