Enginn komst lífs af þegar þyrla brotlenti í fjalllendi í Wales, en fimm voru um borð þegar slysið átti sér stað. Þyrlan er af gerðinni AS355 Ecureuil og framleidd af evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus.

Enginn komst lífs af þegar þyrla brotlenti í fjalllendi í Wales, en fimm voru um borð þegar slysið átti sér stað. Þyrlan er af gerðinni AS355 Ecureuil og framleidd af evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus.

„Aðstæðum hefur verið lýst sem hryllilegum og er skyggni á sumum stöðum minna en 10 metrar,“ hefur fréttaveita AFP eftir Gareth Evans, lögreglumanni í Norður-Wales.

Þyrlan var á leið til Dublin er hún fórst í þjóðgarði. Björgunarmenn voru lengi að athafna sig á slysstað sökum erfiðra og hættulegra aðstæðna. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir og hefur fólk verið hvatt til þess að halda sig frá slysstaðnum.