Maggý Valdimarsdóttir fæddist á Eskifirði 16. febrúar 1923. Hún lést á bráðadeild Borgarspítalans 17. mars 2017.

Foreldrar hennar voru Einar Valdimar Einarsson verkamaður, f. 1889, d. 1947, og kona hans Sigurbjörg Sesselía Jónsdóttir, f. 1891, d. 1926. Systur Maggýjar: María Valborg, f. 1918, d. 1919, María Ingibjörg, f. 1920, d. 1922. Systkini Maggýjar samfeðra: Valborg Ingunn, f. 1936, Þóra Gabríella, f. 1941, d. 2009, Björgvin Arnar, f. 1946, d. 1993. Uppeldisbróðir Maggýjar var Jón Björgvin Ólafsson, f. 1926, d. 1993. Maggý giftist 1944 Gunnlaugi Magnússyni skrifstofustjóra, f. 21. ágúst 1915, d. 13. október 2002. Börn þeirra: 1) Vilborg, f. 1947, maki Gamalíel Sveinsson. 2) Einar, f. 1949, maki Hildigunnur Þorsteinsdóttir. Börn þeirra: a) Gunnlaugur Magnús, f. 1981, maki Kristveig Björnsdóttir. Dóttir þeirra er Hildigunnur Ásta, f. 2015, b) Valgerður Helga, f. 1984. 3) Björg, f. 1952, maki Gary Long. Börn þeirra: a) James Tómas, f. 1980, maki Jo Long, b) Maggý, f. 1983, maki Paul Hinson. Dóttir Maggýjar er Fjóla Rose, f. 2008. 4) Sigríður, f. 1959, maki Bruno Nielsen. Dætur Sigríðar og Brian Bak eru: a) Maria, f. 1987, maki Martin Hougaard. Sonur þeirra er Adam, f. 2016, b) Christina, f. 1990, maki Peter Flytkjær Eriksen. Maggý ólst upp á Eskifirði en flutti ung til Reykjavíkur. Þegar börnin voru uppkomin starfaði hún við símavörslu hjá Stjórnaráðinu og síðar hjá Tollstjóranum í Reykjavík þar til hún lét af störfum vegna aldurs.

Útför Maggýjar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 31. mars 2017, klukkan 13.

Snert hörpu mína, himinborna dís,

svo hlusti englar guðs í Paradís.

Við götu mína fann ég fjalarstúf

og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré, sem fann ég út við sjó,

ég fugla skar og líka úr smiðjumó.

Í huganum til himins oft ég svíf

og hlýt að geta sungið í þá líf.

Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,

og sumir verða alltaf lítil börn.

En sólin gyllir sund og bláan fjörð

og sameinar með töfrum loft og jörð.

Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt

Um varpann leikur draumsins perluglit.

Snert hörpu mína, himinborna dís,

og hlustið, englar guðs í Paradís.

(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)

Hvíl í friði, mamma.

Vilborg, Einar, Björg og Sigríður.