Sofia Coppola
Sofia Coppola
Kvikmyndaleikstjórarnir Christopher Nolan og Sofia Coppola hvetja fólk til þess að sjá kvikmyndir í kvikmyndahúsum frekar en í sjónvarpinu heima hjá sér í gegnum streymisveitur á borð við Netflix og Amazon.
Kvikmyndaleikstjórarnir Christopher Nolan og Sofia Coppola hvetja fólk til þess að sjá kvikmyndir í kvikmyndahúsum frekar en í sjónvarpinu heima hjá sér í gegnum streymisveitur á borð við Netflix og Amazon. Leikstjórarnir ræddu þetta á ráðstefnu kvikmyndahúsaeigenda í Bandaríkjunum, CinemaCon, í vikunni þar sem nýjustu kvikmyndir þeirra voru kynntar. Nolan og Coppola sögðu kvikmyndir þeirra ætlaðar hvíta tjaldinu, þannig yrði þeirra best notið og þannig gætu áhorfendur lifað sig best inn í þær.