Gamalt verðlaunaspil.

Gamalt verðlaunaspil. A-NS

Norður
972
Á108
53
Á10865

Vestur Austur
G65 ÁK
KD76432 G5
87 D10642
2 D974

Suður
D10843
9
ÁKG9
KG3

Suður spilar 4.

Antíbrids-umræðan síðustu daga rifjaði upp verðlaunaspil frá NL 1992 þar sem Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjörnsson sýndu báðir antíbridslega takta í vörn. Daninn Stig Werdelin spilaði 4 og Sævar kom út með blankan lauftvistinn.

Werdelin tók slaginn á G heima, fór inn í borð á Á og spilaði spaða. Karl drap á K og skipti yfir í tígul. Það er andsætt bridseðlinu að gefa ekki makker sannaða stungu, en Karl var að leita að fjórða slagnum og stungan gat beðið. Werdelin stakk upp Á, tók kónginn líka og spilaði þriðja tíglinum.

Sævar gat trompað yfir blindum með G, en það fór fyrir honum eins og Karli, hann sá þar bara þriðja slaginn og vildi meira. Sævar henti því hjarta. Werdelin trompaði, stakk hjarta heim og spilaði enn tígli. Nú stakk Sævar með G og spilaði hjarta, sem Karl trompaði með ás og spilaði laufi. Laufstungan skilaði sér í lokin.