— AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Xi Jinping, forseta Kína, við Mar-a-Lago, afdrep Trumps í Flórída, í gær. Gert var ráð fyrir að forsetarnir myndu snæða saman kvöldverð og ræða ýmis alþjóðamál.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Xi Jinping, forseta Kína, við Mar-a-Lago, afdrep Trumps í Flórída, í gær. Gert var ráð fyrir að forsetarnir myndu snæða saman kvöldverð og ræða ýmis alþjóðamál.

Samskipti ríkjanna eru talin á viðkvæmu stigi en Trump hefur lagt áherslu á að rétta hlut Bandaríkjanna í viðskiptum gagnvart Kína. Þá hefur hann einnig gagnrýnt stefnu Kínverja í málefnum Norður-Kóreu.