Maha Vajiralongkorn
Maha Vajiralongkorn
Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, undirritaði í gær nýja stjórnarskrá sem styrkir þátt hersins við stjórn landsins, en á einnig að tryggja það að kosningar verði haldnar á ný í landinu á næsta ári eftir þriggja ára herstjórn.

Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, undirritaði í gær nýja stjórnarskrá sem styrkir þátt hersins við stjórn landsins, en á einnig að tryggja það að kosningar verði haldnar á ný í landinu á næsta ári eftir þriggja ára herstjórn.

Þetta er tuttugasta stjórnarskrá Taílands frá árinu 1932 þegar konungur landsins afsalaði sér einveldi sínu. Talsmenn hersins segja að stjórnarskráin muni róa öldur og koma í veg fyrir spillingu.

Stjórnarandstæðingar halda því aftur á móti fram að ýmis ákvæði hennar, eins og það að efri deild þingsins verður að öllu skipuð af konungi og ráðgjöfum hans muni þýða að lýðræðið verði af skornum skammti.