Á námskeiðinu fer Stefán yfir aðferðir til að leita og greina upplýsingar á sístækkandi gagnasöfnum á netinu, t.d. í Íslendingabók, manntölum á vef Þjóðskjalasafnsins allt frá 1703 og ýmsum tímarits- og blaðagreinum á timarit.is og Google.
Fjallað er um sögu og einkenni íslensks samfélags á 19. og 20. öld til að varpa ljósi á upplýsingar sem þátttakendur finna um ættingja sína. Enn fremur verða skoðaðar aðferðir ættfræðinga og sagnfræðinga sem hafa lagt áherslu á fjölskyldusögu.
Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja fræðast um sögu forfeðra sinna og -mæðra með eigin grúski.