Hamas-samtökin létu í gær hengja þrjá menn, sem þau sögðu hafa gerst seka um samstarf við Ísrael. Var litið á refsinguna sem hefnd fyrir dauða eins leiðtoga samtakanna í síðasta mánuði.

Hamas-samtökin létu í gær hengja þrjá menn, sem þau sögðu hafa gerst seka um samstarf við Ísrael. Var litið á refsinguna sem hefnd fyrir dauða eins leiðtoga samtakanna í síðasta mánuði.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch gagnrýndu aftökurnar og sögðu þær „villimannslegar“. Tóku önnur mannréttindasamtök í svipaðan streng.

Hamas sakar ísraelsku leyniþjónustuna Mossad um að hafa, ásamt palestínskum kvislingum sínum, náð að drepa Mazen Faqha nálægt heimili sínu hinn 24. mars síðastliðinn. Taysir, al-Batsh, lögreglustjóri Hamas á Gaza-svæðinu, sagði hins vegar að mennirnir þrír væru ekki grunaðir um beina aðkomu að því máli, heldur hefðu þeir verið sakfelldir fyrir fyrri landráð sín. Dauðdagar þeirra væru „skilaboð til óvinarins, leyniþjónustu þeirra og samstarfsmanna.“