7. apríl 1906 Ingvarsslysið. Tuttugu menn fórust þegar þilskipið Ingvar RE 100 strandaði í ofsaveðri skammt undan Viðey. Í sama „útsynnings-ofsaroki“ fórust 48 menn með tveimur skipum við Mýrar; Sophie Wheatly RE 50 og Emilie RE 25. 7.

7. apríl 1906

Ingvarsslysið. Tuttugu menn fórust þegar þilskipið Ingvar RE 100 strandaði í ofsaveðri skammt undan Viðey. Í sama „útsynnings-ofsaroki“ fórust 48 menn með tveimur skipum við Mýrar; Sophie Wheatly RE 50 og Emilie RE 25.

7. apríl 1948

Varaaflstöðin við Elliðaár í Reykjavík var tekin í notkun. Hún gekk fyrir olíu. Húsið er 24 þúsund rúmmetrar. Stöðin hefur ekki verið notuð í nokkur ár.

7. apríl 1968

Lög um tímareikning öðluðust gildi kl. 01.00. Í 1. grein þeirra sagði: „Hvarvetna á Íslandi skal telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich.“

7. apríl 1979

Ólafslög voru samþykkt á Alþingi. Þau fjölluðu um stjórn efnahagsmála og voru kennd við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra. Með þeim var verðtrygging lána leyfð. Lögin tóku gildi 1. júní. útlánsvextir voru 5,5-8,5%, verðbætur 17-27%, verðbólga 42%.

7. apríl 1979

Fjögur systkini úr Vestmannaeyjum gengu í hjónaband í sömu athöfn í Bústaðakirkju, þrír bræður og systir. Þetta þótti óvenjulegt.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson