[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Karlalandslið Íslands í knattspyrnu hækkaði sig á ný um tvö sæti á heimslista FIFA sem var birtur í gær og er nú í 21. sæti. Besta staða Íslands frá upphafi er 20. sætið sem liðið náði í febrúar en það var í 23. sæti í mars.

*Karlalandslið Íslands í knattspyrnu hækkaði sig á ný um tvö sæti á heimslista FIFA sem var birtur í gær og er nú í 21. sæti. Besta staða Íslands frá upphafi er 20. sætið sem liðið náði í febrúar en það var í 23. sæti í mars. Brasilía komst í efsta sætið og sendi Argentínu í annað sætið í staðinn en Þýskaland er númer þrjú. Færeyjar eru í fyrsta skipti fjórða efsta lið Norðurlanda og eru í sinni bestu stöðu, 77. sæti, fyrir ofan Noreg (86) og Finnland (97). Svíar eru í 34. sæti og Danir í 51. sæti.

*Körfuboltakonan Lovísa Björt Henningsdóttir verður frá keppni fram á haust vegna mjaðmarmeiðsla. Frá þessu greinir Karfan.is þar sem fram kemur að Lovísa, sem leikur með Marist-háskólanum í Bandaríkjunum, hefur glímt við þessi meiðsli í allan vetur. Hún er því á leið í aðgerð í næstu viku og er talið að hún verði frá keppni í 4-6 mánuði. Lovísa hefur verið viðloðandi A-landslið Íslands en ekki getað spilað í undankeppni EM vegna skyldna sinna hjá Marist. Ljóst er að vegna meiðslanna verður hún heldur ekki með landsliðinu í verkefnum sumarsins.

* Mikk Pinnonen og Ernir Hrafn Arnarson hafa skrifað undir nýja eins árs samninga við handknattleiksdeild Aftureldingar. Pinnonen, sem er frá Eistlandi, kom til liðs við Aftureldingu í byrjun árs 2016 og hefur reynst vera einn öflugasti sóknarmaður deildarinnar. Ernir Hrafn sneri til baka úr atvinnumennsku i Þýskalandi síðastliðið sumar og byrjaði að leika með Aftureldingu, uppeldisfélagi sínu, í janúar.