Kökurnar eru aðeins óhefðbundnari en þessar klassísku Rice Krispies-kökur, en í kökurnar er notað Kellogg's Special K. Það hljómar kannski ekki jafn vel í fyrstu en þær eru einstaklega góðar. Nóg af ljósu súkkulaði og sírópi og þær bráðna í munni.

Kökurnar eru aðeins óhefðbundnari en þessar klassísku Rice Krispies-kökur, en í kökurnar er notað Kellogg's Special K. Það hljómar kannski ekki jafn vel í fyrstu en þær eru einstaklega góðar. Nóg af ljósu súkkulaði og sírópi og þær bráðna í munni. Það skemmir heldur ekki fyrir hvað það er fljótlegt að búa þær til.

4 plötur ljóst súkkulaði

1 lítil dós síróp, græna klassíska bökunarsírópinu.

500-600 g Kellogg's Special K

Skraut

Lítil súkkulaðiegg

Síróp og súkkulaði er brætt saman í potti, gætið þess að hafa ekki of háan hita og passið að hræra vel í.

Kornflögunum er blandað vel við. Í byrjum lítur út fyrir að súkkulaðið nái ekki að þekja allar kornflögurnar, en verið þolinmóð því það tekur bara smá tíma. Notið skeið til að setja góðgætið í form og skreytið með litlum súkkulaðieggjum í tilefni páskanna. Setjið formin í kæli áður en borið er fram.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir /gottimatinn.is