Salthúsið Væntanlegt gistiheimili stendur á fallegum stað á Höfðanum með útsýni yfir hafið og höfnina. Gamla Salthúsið fær nýtt hlutverk.
Salthúsið Væntanlegt gistiheimili stendur á fallegum stað á Höfðanum með útsýni yfir hafið og höfnina. Gamla Salthúsið fær nýtt hlutverk. — Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Skagaströnd | Gamla Salthúsið sem stendur syðst á höfðanum hefur verið í niðurníðslu í mörg ár. Það var í eigu verktaka á Skagaströnd sem notaði báðar hæðar þess sem geymslur fyrir efni og verkfæri sem tilheyra starfsemi hans.

Skagaströnd | Gamla Salthúsið sem stendur syðst á höfðanum hefur verið í niðurníðslu í mörg ár. Það var í eigu verktaka á Skagaströnd sem notaði báðar hæðar þess sem geymslur fyrir efni og verkfæri sem tilheyra starfsemi hans.

Nýverið keypti Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistarkona húsið og hefur þegar hafið uppbyggingu á því. Hugmynd Hrafnhildar er að koma þar á fót gistiheimili með 14 herbergjum, meðal annars með listamenn í huga sem viðskiptavini. Kosturinn við staðsetningu hússins er gríðarlega fallegt útsýni þar sem það stendur fremst á klettasnös syðst á höfðanum.

Með tilkomu þessa nýja gistiheimilis verður í raun sprenging í framboði á gistirými á staðnum en fyrir eru þó ein fimm gistiheimili með mismikla gistigetu.