1 pakki oreo-kexkökur (176 g) 50 g smjör, brætt 500 g vanilluskyr 3 dl rjómi börkur af 1 límónu eða 1 tsk. sítróna 1 matarlímsblað 4 msk. vatn 2 msk. sykur 3 stk. ástaraldin Maukið oreo-kexið í matvinnsluvél og blandið smjöri saman við.
1 pakki oreo-kexkökur (176 g)

50 g smjör, brætt

500 g vanilluskyr

3 dl rjómi

börkur af 1 límónu eða 1 tsk. sítróna

1 matarlímsblað

4 msk. vatn

2 msk. sykur

3 stk. ástaraldin

Maukið oreo-kexið í matvinnsluvél og blandið smjöri saman við. Þrýstið niður í form með gaffli. Kælið í a.m.k. 20 mínútur.

Þeytið rjóma. Passið að stífþeyta ekki. Blandið skyrinu og límónuberkinum saman við. Hrærið. Dreifið jafnt yfir botninn. Kælið í 20 mínútur eða setjið í frysti í 10 mínútur.

Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur.

Setjið 4 msk. af vatni og sykur í pott og hitið saman að suðu. Kreistið vökvann af matarlíminu og setjið það út í sykurblönduna. Hrærið. Bætið kjöti ástaraldinanna saman við. Kælið aðeins. Hellið yfir tertuna og kælið í ísskáp í a.m.k. klukkutíma.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir / gottimatinn.is