Leyfilegur heildarafli Íslendinga á kolmunna í ár verður 264 þús. lestir samkvæmt reglugerð sem gefin var út í gær. Af leyfilegum heildarafla er einungis heimilt að veiða 218 þús. lestir í lögsögu Færeyja.

Leyfilegur heildarafli Íslendinga á kolmunna í ár verður 264 þús. lestir samkvæmt reglugerð sem gefin var út í gær. Af leyfilegum heildarafla er einungis heimilt að veiða 218 þús. lestir í lögsögu Færeyja. Þannig takmarkast það magn sem hvert skip má veiða í lögsögu Færeyja við 82,5% af aflamarki þess. Ekki fleiri en tólf íslensk kolmunnaskip mega á hverjum tíma vera á Færeyjamiðum.

Á síðasta ári máttu íslensk skip veiða 124.484 lestir af kolmunna og er aukningin milli ára því mikil. Það er einkum og helst úr höfnum á Austfjörðum sem sótt er í þennan fiskistofn, enda er þaðan í raun ekki langt að fara á miðin við Færeyjar.