Í augnablikinu flytur Góa ekki út páskaegg til útlanda þó að Helgi segi reynt að koma til móts við erlenda viðskiptavini sem hafa samband og vilja fá eggið sitt sent.
Í augnablikinu flytur Góa ekki út páskaegg til útlanda þó að Helgi segi reynt að koma til móts við erlenda viðskiptavini sem hafa samband og vilja fá eggið sitt sent. „Í augnablikinu er ekki fýsilegt að reyna að flytja eggin út og þar hjálpar styrking krónunnar ekki heldur,“ segir Helgi. Er þó greinilegt að margir af þeim erlendu ferðamönnum sem heimsækja landið vikurnar fyrir páska hafa látið það eftir sér að smakka íslensku páskaeggin og kunna vel að meta. „Endrum og sinnum fáum við skeyti frá ánægðum erlendum neytendum sem furða sig á að þeir geti ekki keypt vöruna okkar í Whole Foods.“