Ríkið Uppkaupum fylgir kostnaður.
Ríkið Uppkaupum fylgir kostnaður. — Morgunblaðið/Golli
Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs við uppkaup skuldabréfa að nafnvirði 877 milljónir bandaríkjadala, sem tilkynnt var um í vikunni, nemi um 15,3 milljörðum króna.

Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs við uppkaup skuldabréfa að nafnvirði 877 milljónir bandaríkjadala, sem tilkynnt var um í vikunni, nemi um 15,3 milljörðum króna.

Skuldabréfin, sem bera 5,875% fasta vexti til árins 2022, voru keypt til baka á genginu 115,349 .

Það yfirverð og sá kostnaður sem fylgir uppkaupunum færist sem fjármagnskostnaður á yfirstandandi ári og er í raun að hluta fyrirframgreiddur fjármagnskostnaður næstu ára, að því er segir í frétt sem birt var á vef fjármálaráðuneytisins í gær. Samtals hækkar fjármagnskostnaður ríkissjóðs því um 10,9 milljarða króna á þessu ári.

Á móti vegur lækkun vaxtakostnaðar um 4,4 milljarða króna á árinu 2017 og um 5,9 milljarða króna árlega á árunum 2018-2022. Núvirtur ábati ríkissjóðs af þessari ráðstöfun er metinn á liðlega 11 milljarða króna yfir tímabilið þar til skuldabréfin hefðu fallið á gjalddaga.