Liv Bergþórsdóttir er forstjóri Nova.
Liv Bergþórsdóttir er forstjóri Nova. — Morgunblaðið/Golli
Fjarskiptafélagið Nova hagnaðist um ríflega 1,2 milljarða í fyrra og jókst hann um tæpar 50 milljónir frá fyrra ári. Tekjur félagsins námu ríflega 8,5 milljörðum og jukust um ríflega 940 milljónir milli ára eða um 12%.

Fjarskiptafélagið Nova hagnaðist um ríflega 1,2 milljarða í fyrra og jókst hann um tæpar 50 milljónir frá fyrra ári. Tekjur félagsins námu ríflega 8,5 milljörðum og jukust um ríflega 940 milljónir milli ára eða um 12%. Rekstrarkostnaður nam ríflega 6,2 milljörðum og jókst um tæpar 700 milljónir milli ára. Þar af jókst launakostnaður um tæpar 200 milljónir en stöðugildi voru 137 að meðaltali á árinu samanborið við 134 árið áður.

Eiginfjárhlutfall Nova nam tæpum 69% um áramót. Þannig voru eignir félagsins tæpir 5,7 milljarðar króna og höfðu aukist um tæpar 600 milljónir frá fyrra ári. Skuldir jukust hins vegar úr rúmum 1,4 milljörðum í ríflega 1,7 milljarða. Því nam eigið fé félagsins í árslok tæpum 3,9 milljörðum króna og hafði aukist úr tæpum 3,7 milljörðum.