Óborganlegur Dave Allen var frábær sögumaður.
Óborganlegur Dave Allen var frábær sögumaður.
Þegar leiðinlegir eða að öðru leyti óáhorfendavænir þættir eru í sjónvarpinu er þjóðráð að slá slóðina www.youtube.com í tölvuna og biðja það almáttuga fyrirbæri að finna Dave Allen.

Þegar leiðinlegir eða að öðru leyti óáhorfendavænir þættir eru í sjónvarpinu er þjóðráð að slá slóðina www.youtube.com í tölvuna og biðja það almáttuga fyrirbæri að finna Dave Allen.

Margir skammtar af írska grínistanum, blessuð sé minning hans, eru einhvers staðar úti í hinum rafræna heimi og verða að eilífu, guði sé lof, sé netið ekki bóla sem springur fljótlega.

Allen var séní. Sjónvarpsþættir hans frábærir. Gerði grín að öllu og öllum, hversdagsleikanum, mér og þér, en ekki síst þeim hræsnurum sem nefndir eru stjórnmálamenn (hans orð, ekki mín!), guði almáttugum, syninum Jesú og hans heilagleika, páfanum.

Allen ögraði. Hann var umdeildur, svo mjög að breskir áhorfendur sendu kvörtunarbréf til BBC í stórum stíl og þættir hans voru bannaðir á Írlandi.

Kannski voru mótmælin og bannið bestu meðmælin. Bretar nutu þáttanna þó áfram, Íslendingar og fleiri. Guði sé lof. Sá síðastnefndi er vonandi húmoristi, horfir kannski reglulega á youtube. Nema Allen hafi farið upp. Þá hefur hann ærinn starfa, nær jafnvel að dreifa athygli íbúanna svo enginn líði þjáningar vegna þess hvernig komið er fyrir sköpunarverki föðurins. Það er ekkert grín.

Skapti Hallgrímsson

Höf.: Skapti Hallgrímsson