Ágúst Andrésson
Ágúst Andrésson
„Það þarf meiri kraft í markaðssetninguna og meiri þolinmæði til að bíða eftir ávöxtunum af því starfi.

„Það þarf meiri kraft í markaðssetninguna og meiri þolinmæði til að bíða eftir ávöxtunum af því starfi. Þetta er tímabundið ástand, við trúum því allavega,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, um nauðsynlegar aðgerðir í útflutningsmálum.

Hann segir að unnið sé á ýmsum mörkuðum. Verið er að þróa nýjar leiðir fyrir kindakjöt inn á Japansmarkað. Nokkuð er unnið í Svíþjóð. Þá er alltaf verið að flytja eitthvert kjöt til Færeyja og Bretlands. „Það er fullt af verkefnum í gangi. Markaðsráð kindakjöts styður við bakið á því sem verið er að byggja upp. Það tekur allt tíma og skilar sér ekki á stundinni,“ segir Ágúst.