— Morgunblaðið/RAX
8. apríl 1571 Guðbrandur Þorláksson var vígður Hólabiskup, um 30 ára, en hann gegndi því embætti í 56 ár. „Einn merkastur biskupa í lútherskum sið,“ sagði í Íslenskum æviskrám. 8.

8. apríl 1571

Guðbrandur Þorláksson var vígður Hólabiskup, um 30 ára, en hann gegndi því embætti í 56 ár. „Einn merkastur biskupa í lútherskum sið,“ sagði í Íslenskum æviskrám.

8. apríl 1989

Markaðstorgið Kolaportið var opnað í bílageymsluhúsinu undir Seðlabankanum við Arnarhól. DV sagði að húsið hefði troðfyllst af fólki og að þar hefði verið „heitt í kolunum og mikil sala“. Fimm árum síðar var starfsemin flutt á neðstu hæð Tollhússins við Tryggvagötu.

8. apríl 1989

Jóhannes Jónsson opnaði fyrstu Bónusverslunina, við Skútuvog í Reykjavík. Starfsmenn voru þrír. Í blaðaauglýsingu sagði: „Matvöruverslun með nýju sniði. Afsláttur af öllum vörum. Engin greiðslukort – en bónus fyrir alla. Bónus býður betur.“ Eftir opnunina sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið: „Móttökurnar hafa verið hreint frábærar.“

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson