Opnuð hafa verið hjá Vegagerðinni tilboð í fyllingu undir stálþil í Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Um er að ræða fyllingu frá sjó við Mjóeyri. Heildarmagn er áætlað um 156.000 rúmmetrar og skal fyllt í þremur áföngum.

Opnuð hafa verið hjá Vegagerðinni tilboð í fyllingu undir stálþil í Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Um er að ræða fyllingu frá sjó við Mjóeyri. Heildarmagn er áætlað um 156.000 rúmmetrar og skal fyllt í þremur áföngum. Hafnasjóður Fjarðabyggðar óskaði eftir tilboðum í verkið.

Áætlaður verktakakostnaður var 146 milljónir og 850 þúsund krónur.

Tvö tilboð bárust í verkið.

Björgun ehf., Reykjavík bauðst til að vinna verkið fyrir 111,4 milljónir króna, eða 76% af kostnaðaráætlun.

Jan De Nul n.v. í Belgíu bauð 105 milljónir, eða 71,5% af kostnaðaráætlun. Var tilboð Belganna 41,8 milljónum undir áætlun. Tilboð Jan De Nul var í evrum. Hér er það reiknað í íslenskum krónum á genginu 120,3.

Belgíska fyrirtækið hefur unnið að dýpkun í Landeyjahöfn undanfarin ár. sisi@mbl.is