Matarmarkaður Góð stemning hefur myndast í Fógetagarðinum á sumrin.
Matarmarkaður Góð stemning hefur myndast í Fógetagarðinum á sumrin. — Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Matarmarkaður í Fógetagarði verður með breyttu sniði í sumar því veitingavagnar fá að vera með í þeirri lifandi stemningu sem myndast hefur undanfarin ár, segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Matarmarkaður í Fógetagarði verður með breyttu sniði í sumar því veitingavagnar fá að vera með í þeirri lifandi stemningu sem myndast hefur undanfarin ár, segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Í sumar verður boðið upp á aðstöðu fyrir veitingavagna á torginu frá 15. maí til 31. ágúst og mun Torg í biðstöðu, verkefni Reykjavíkurborgar, hafa umsjón með svæðinu og búa til umgjörð um matarmarkaðinn.

Reykjavíkurborg óskar eftir umsóknum um aðstöðu fyrir matsöluvagna í Fógetagarði. Í boði eru dagsöluleyfi fyrir fjóra matsöluvagna. Leyfið gildir á milli 9.00 og 21.00 alla daga á umræddu tímabili en gerð verður krafa um að lágmarksviðvera verði á milli 11.00 og 20.00 virka daga og 13.00 og 20.00 um helgar. Matsölubílar verða ekki heimilaðir á torginu.

Frestur til að sækja um fyrir veitingavagna er til mánudags.