Útsýnispallurinn á Hakinu, sem upphaflega var smíðaður 2003, hefur verið stækkaður en hann er fjölsóttasti útsýnisstaður landsins og var viðbótin nauðsynleg til að tryggja öryggi gesta.

Útsýnispallurinn á Hakinu, sem upphaflega var smíðaður 2003, hefur verið stækkaður en hann er fjölsóttasti útsýnisstaður landsins og var viðbótin nauðsynleg til að tryggja öryggi gesta. Enn fremur var 2014 lokið við útsýnispall við Öxarárfoss, en flytja þurfti allt byggingarefni á staðinn með þyrlu þar sem erfitt var að koma því að með öðrum hætti.

Sigrún Magnúsdóttir var formaður Þingvallanefndar 2013-2016 og þjóðgarðsvörður er Ólafur Örn Haraldsson. Í þessari samantekt er byggt á upplýsingum í starfsskýrslu nefndarinnar á fyrrgreindu tímabili.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum 1930 og er hlutverk hans að vernda og varðveita menningar- og náttúruminjar Þingvalla og miðla arfleifð þjóðgarðsins til gesta.