Skjöldurinn Gunnar Björn Gunnnarsson afhjúpaði minningarskjöldinn ásamt börnum leikskólans og Hanne Engquist, forstöðukonu skólans.
Skjöldurinn Gunnar Björn Gunnnarsson afhjúpaði minningarskjöldinn ásamt börnum leikskólans og Hanne Engquist, forstöðukonu skólans. — Ljósmynd/Skúli Björn Gunnarsson
Minningarskjöldur um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson var afhjúpaður í Kaupmannahöfn í fyrradag. Skjöldurinn var festur á húsið Friðarhólma í Birkerød í útjaðri borgarinnar. Gunnar bjó í húsinu á árunum 1929 til 1939 ásamt konu sinni Franziscu.

Minningarskjöldur um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson var afhjúpaður í Kaupmannahöfn í fyrradag. Skjöldurinn var festur á húsið Friðarhólma í Birkerød í útjaðri borgarinnar.

Gunnar bjó í húsinu á árunum 1929 til 1939 ásamt konu sinni Franziscu. Gunnar keypti húsið fertugur að aldri og skrifaði þar meðal annars sögurnar Svartfugl, Vikivaka og Aðventu. Árið 1939 seldi hann húsið og flutti til Íslands, þar sem hann byggði herragarðinn á Skriðuklaustri. Á Friðarhólmi er nú rekinn leikskóli og tóku börnin þátt í athöfninni. Það voru Gunnarsstofnun og íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn sem stóðu að uppsetningu minningarskjaldarins í samráði við Rudersdal kommune og Børnehaven Fredsholm.

Gunnar Björn Gunnarsson, barnabarnabarn skáldsins, afhjúpaði skjöldinn með aðstoð nokkurra leikskólabarna. mhj@mbl.is